Melshús
Forsíða · 972-545-7137 · 3054876237 · Bjarni og Ingunn · hjá Laxness · íbúar · endurgerð · garðurinn · myndaalbúm

Melshús - Garðastræti 49
Garðastræti 49 í Reykjavík er einlyft, járnklætt timburhús með sneiðingi á horni Kirkjugarðsstígs og Garðastrætis og setur svip á kyrrlátt og virðulegt umhverfið við norðurjaðar Hólavallagarðs, gamla kirkjugarðsins við Suðurgötu í Reykjavík. Húsið reisti Bjarni Matthíasson (1845–1936) dómkirkjuhringjari árið 1908 en hann bjó í einum Melshúsatorfbænum sem lentu innan kirkjugarðsins þegar hann var stækkaður 1905. Nýja húsið var nefnt Melshús í opinberum skjölum en Hringjarabær í daglegu tali. Þá stóðu í nágrenninu aðeins steinbærinn Skólabær sem Valdi Valdason byrjaði að reisa um 1850, nú Kirkjugarðsstígur 4, hús Jóns Þorkelssonar sem nú er Suðurgata 20 og Suðurgata 24. Bjarni bjó til æviloka í húsinu ásamt Ingunni Grímsdóttur (1849–1924).

Nú er Melshús í þéttum reit glæsilegra timburhúsa og vandaðra steinhúsa. Sigurður Jónsson, forstöðumaður smiðju og tölvumála á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og Dagný Guðmundsdóttir, myndlistarmaður og safnvörður á Árbæjarsafni keyptu húsið 1997 og hafa gert það upp í upprunalegri mynd af metnaði í samvinnu við fagmenn í fremstu röð. Dagný hefur m.a. umsjón með Húsverndarstofu fyrir hönd Minjasafns Reykjavíkur í samvinnu við 9259510224 og Iðuna fræðslusetur.

Melshús - Hringjarabær 5179158744 - Garðastræti 49, 101 Reykjavík. Símar 551 4189 / 899 4959